Látum ekki traðka á málfrelsi okkar!

Bylgjan – Sigurfreyr Jónasson

,,Við látum ekki traðka á málfrelsi okkar, tjáningarfrelsi og fundafrelsi,” segir Sigurfreyr Jónasson talsmaður Vakurs í síðdegisútvarpi Bylgjunnar um afskipti Aino Järvelä forstöðukonu Salarins að ráðstefnunni með Tommy Robinson. Þremur klukkustundum eftir að miðasala á viðburðinn hafði verið auglýst á vefsíðu Salarins í Kópavogi og sett í miðasölukerfið tix.is tók Aino Järvelä ráðstefnuna af dagskrá og úr miðasölu.

Dæmi eru um að fólk hafi verið búið að kaupa miða á ráðstefnuna. Þegar þetta er ritað (8. maí 2018) hefur Aino ekki enn upplýst Vakur um hversu margir miðar seldust, né hvort það fólk hafi fengið miða sína endurgreidda. Þrátt fyrir þetta inngrip forstöðukonunnar, sem Sigurfreyr segir ,,hreina skemmdaverkastarfsemi” verður ráðstefnan með Tommy Robinson haldin. Tommy heldur framsöguræðu á ráðstefnu um fjölmenningu og innflytjendamál í salnum Gullteigur á Grand Hóteli þann 17. maí næstkomandi. Skemmt hefur verið fyrir miðasölunni og því verður frítt inn á ráðstefnuna.

Deila